Nemendur læra nýsköpun

Síðan á haustmánuðum hafa nemendur í 9. bekk Grunnskólans í Borgarnesi unnið tilraunaverkefni í list- og verkgreinum undir merkjum nýsköpunar. Verkefnið fólst í því að hanna vöru og fullvinna. Þurftu nemendur að ákveða hvernig vöru þeir gátu hugsað sér að framleiða, hanna síðan vöruna, umbúðir og vörumerki. Sjá nánar á vef Grunnskólans í Borgarnesi.

Grunnskólanemar í MB

Fimmtudaginn 4. mars bauð Menntaskóli Borgarfjarðar öllum nemendum í tíunda bekk Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskóla Borgarness í heimsókn í skólann. Hefðbundin kennsla var felld niður og nemendur MB tóku að sér  hlutverk gestgjafa og leiddu gestina um skólann. Í skólanum höfðu kennarar sett upp ýmsar stöðvar til að kynna hluta af því námi sem við í MB bjóðum upp á. Gerðar voru tilraunir, farið í leiki, spurningakeppnir og ýmislegt fleira. Sjá nánar á menntaborg.is