
Jólaútvarpið farið af stað

Þann 6. janúar sl. undirrituðu Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri, Eva Hlín Alfreðsdóttir og Heiður Hörn Hjartardóttir f.h. Föstudagsins Dimma, samstarfssamning vegna hátíða. Tilgangurinn með samningnum er að tryggja rekstur hátíðarinnar í Borgarbyggð árið 2022 og þar með tryggja menningararfleið viðburðarins í Borgarbyggð. Föstudagurinn Dimmi er hátíð sem hefur fest sig í sessi í sveitarfélaginu undanfarin ár og vakið verðskuldaða athygli fyrir vandaða og skemmtilega dagskrá fyrir einstaklinga á öllum aldri. Sjá nánar á Borgarbyggd.is
Upp er komið Covid-smit hjá starfsmanni Brákarhlíðar. Tvö af þeim ríflega 50 sýnum sem tekin voru sýndu jákvæða niðurstöðu og hefur annað þeirra verið staðfest sem smit og er sá einstaklingur einkennalaus. Þessir einstaklingar búa á Tjörn og hefur það heimili verið sett í einangrun. PCR próf verða tekin á öðrum og fimmta degi frá því að smit uppgötvast, vonandi mun sóttkví annarra heimilismanna því ljúka um miðja næstu viku. Áfram verður lokað á heimsóknir meðan einangrun varir. Sjá nánar á vef Brákahlíðar
Sjöunda tölublað skólablaðsins Eglu er komið út. Efni blaðsins er fjölbreytt, viðtöl við fyrrverandi og núverandi nemendur, viðtöl við íþróttahetjur í héraði, umfjöllun um félagslíf og áfram mætti telja.
Vegna hertra samkomutakmarkana vegna Covid-19 verður ekki formleg dagskrá í tilefni að þrettándanum eins og hefð er fyrir. Þó að þrettándahátíðin fari fram utandyra dregur hún að sér fjölda og það er samfélagsleg skylda sveitarfélagsins að hvetja ekki til hópamyndunar á þessum tímapunkti. Borgarbyggð telur mikilvægt að leggja sitt af mörkum í heftingu faraldursins með þessum hætti. Sjá nánar á borgarbyggd.is
Nemendur fyrsta bekkjar syngja lagið Það snjóar við undirleik Önnu Sólrúnar Kolbeinsdóttur tónmenntakennara. Með þessum fallega söng óskar starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi nemendum, fjölskyldum þeirra og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 4. janúar. (grunnborg.is)
Smellið á heiti lagsins: Það snjóar
Samanburður á rekstri Borgarbyggðar fyrstu 10 mánuði ársins við fjárhagsáætlun leiðir í ljós að rekstarafkoma er betri en áætlað var á þessum tíma árs eða um samtals 185 m. kr. Sjá nánar á borgarbyggd.is
Ákveðið hefur verið í samráði við sveitarstjóra og formann fræðslunefndar að heimila Grunnskólunum í Borgarnesi að færa dagskrána sem átti að vera mánudaginn 20. desember til föstudagsins 17. desember.
Þetta er gert til að koma í veg fyrir að nemendur verði í sóttkví yfir jólin ef upp kemur smit í skólanum. Sjá nánar á vef skólans
Jólatréð í Borgarbyggð hefur í ár vakið verðskuldað athygli fyrir glæsileika og litardýrð. Á hverju ári er lögð mikil vinna í að finna rétt tré og koma því fyrir í Skallagrímsgarði áður en hafist er handa við að skreyta það.
Oft hafa sprottið upp umræður og vangaveltur um það hversu margar jólaljósaperur prýða jólatréð og vill sveitarfélagið því efna til getraunar. Íbúar og gestir geta sent inn sína ágiskun og sá aðili sem giskar á rétta svarið fær veglegan vinning.
Getur þú giskað á rétta svarið?
Getrauninni lýkur þann 19. desember næstkomandi.