Upptökur frá frá atriðum nemenenda í 1. – 7. bekk úr jólaútvarpinu eru komnar hér inn. Einnig má hlusta á auglýsingarnar sem nemendur hanna og lesa eða syngja. Hér má hlusta á þessar upptökur
Íbúinn er kominn út
Íþróttamaður Borgarfjarðar 2020
Íþróttamaður Borgarfjarðar er krýndur í lok árs. Íbúum gefst nú kostur á að tilnefna íþróttamenn sem þeim þykir hafa skarað fram úr á árinu 2020.
Senda skal tilnefningar á netfangið umsb@umsb.is fyrir 18. desember.
Íbúinn er kominn út
Jólaútvarpið á spilaranum
Jólaútvarp nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi hóf göngu sína kl. 10 í morgun. Dagskrá dagsins í dag er fjölbreytt. Útsending dagsins verður til 11 í kvöld. 1. 4. og 7. bekkur voru með sína þætti í dag og svo taka við nemendur á unglingastigi með sína þætti. Útsending jólaútvarpsins lýkur svo á föstudaginn kl. 19:00. Hægt er að hlusta á útvarpið í Spilaranum á netinu, Dagskrá dagsins má sjá hér fyrir neðan,
Dagskrá jólaútvarpsins
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá jólaútvarps nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi sem send verður út dagana 7. – 11. desember. Dagskráin er að vanda fjölbreytt og skemmtileg en auk nemenda grunnskólans spreyta nemendur í Laugagerðisskóla og Menntaskóla Borgarfjarðar sig á þáttagerð. Fjölmargir aðilar hafa styrkt dagskrárgerðina með því að kaupa auglýsingar en þær eru að vanda unnar af nemendum og oftar en ekki bráðskemmtilegar. Hápunktur jólaútvarpsins verður væntanlega hinn sívinsæli þáttur Bæjarmálin í beinni sem útvarpað verður þann 11. Þá fá nemendur til sín góða gesti til þess að ræða bæjarmálin og landsins gagn og nauðsynjar. (grunnborg.is)
Hér til hliðar má líka hlusta á upptökur síðustu ára
Íbúinn er kominn út
Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir vegna áhrifa COVID-19
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Sjá nánar á vef Borgarbyggðar
Ljósin tendruð á jólatrénu
Nemendur fyrsta bekkjar Grunnskólans íBorgarnesi fengu þann heiður að tendra ljósin á jólatrénu í Skallagrímsgarði í byrjun aðventu. Vegna aðstæðna var ekki hægt að halda hefðbundna samkomu á fyrsta sunnudegi í aðventu í garðinum og því brugðið á það ráð að bjóða fyrstubekkingum að hefja skólavikuna með því að kveikja ljósin á þessu glæsilega tré. Nemendur höfðu gaman af og tóku vel á móti jólasveinunum sem heiðruðu þá með nærveru sinni og söng. (grunnborg.is)
Gengu til góðs
Segja má að nemendur og kennarar í 8.-10. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi hafi slegið tvær flugur í einu höggi á dögunum. Þau gengu eina mílu eða 1.6 kílómetra daglega frá 9. til 17.nóvember, sér til heilsubótar, og söfnuðu um leið áheitum fyrir Vinasetrið. Mílan er verkefni að skoskri fyrirmynd sem heitir The Daily Mile og taka um 5000 skólar víðsvegar um heim þátt í verkefninu. Sjá nánar á vef Grunnskólans