Ungir listamenn sýna í Safnahúsi
Fyrsta sýning Safnahúss á árinu 2021 var opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar 15. febrúar s.l. Hún tengist sögulega hlaðvarpinu Myrka Ísland sem er á vegum Sigrúnar Elíasdóttur og Önnu Drafnar Sigurjónsdóttur. Sjá nánar á borgarbyggd.is
Íbúinn er kominn út
Grænfáninn í 8. sinn
Grænfáninn var fyrir skömmu dreginn að húni í 8. sinn í Grunnskólanum í Borgarnesi. Ragnhildur Kristín Einarsdóttir aðstoðarskólastjóri setti samkomuna og kallaði upp fráfarandi umhverfisnefnd sem skipuð er fulltrúum nemenda úr 2.–10. bekk ásamt fulltrúum kennara, annars starfsfólks og foreldra. Hrafnhildur Ósk Orradóttir og Hugrún Harpa Ólafsdóttir, nemendur í 8. bekk, sögðu frá starfi nefndarinnar. Neysla og úrgangur var helsta viðfangsefni hennar og markmið voru að takmarka sorp og flokka betur, nýta pappír betur, fara vel með allar eigur skólans, koma óskilamunum í réttar hendur og standa að fræðslu um umhverfismál. Þeim Hrafnhildi og Hugrúnu fannst gaman og fróðlegt að starfa í umhverfisnefndinni og minntu á umhverfissáttmála skólans: Að flokka hvern dag kemur skapinu í lag!. (borgarbyggd.is)
Íbúinn er komin út
Upptökur úr jólaútvarpinu
Upptökur frá frá atriðum nemenenda í 1. – 7. bekk úr jólaútvarpinu eru komnar hér inn. Einnig má hlusta á auglýsingarnar sem nemendur hanna og lesa eða syngja. Hér má hlusta á þessar upptökur
Íbúinn er kominn út
Íþróttamaður Borgarfjarðar 2020
Íþróttamaður Borgarfjarðar er krýndur í lok árs. Íbúum gefst nú kostur á að tilnefna íþróttamenn sem þeim þykir hafa skarað fram úr á árinu 2020.
Senda skal tilnefningar á netfangið umsb@umsb.is fyrir 18. desember.
Íbúinn er kominn út
Jólaútvarpið á spilaranum
Jólaútvarp nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi hóf göngu sína kl. 10 í morgun. Dagskrá dagsins í dag er fjölbreytt. Útsending dagsins verður til 11 í kvöld. 1. 4. og 7. bekkur voru með sína þætti í dag og svo taka við nemendur á unglingastigi með sína þætti. Útsending jólaútvarpsins lýkur svo á föstudaginn kl. 19:00. Hægt er að hlusta á útvarpið í Spilaranum á netinu, Dagskrá dagsins má sjá hér fyrir neðan,