Menningarsjóður Borgarbyggðar

Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum.

Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð. Sjá nánar á vef Borgarbyggðar

Ofurbekkjaleikar í Grunnskólanum

Hinir árlegu ofurbekkjaleikar Grunnskólans í Borgarnesi voru háðir í á íþróttavellinum 9. september. Á ofurbekkjaleikunum keppa nemendur á unglingastigi í ýmsum íþróttagreinum og eru það árgangar sem eigast við. 10. bekkur bar sigur úr býtum að þessu sinni, 8. bekkur varð í öðru sæti og þriðja sætið féll í hlut 9. bekkjar. Keppnin var jöfn og æsispennandi. (grunnborg.is)

Góð aðsókn á sýningar

Góð aðsókn hefur verið á sýningar Safnahússins síðustu mánuði og er fjöldi gesta á fyrri helmingi þessa árs farin að nálgast tímabilið fyrir Covid.  Allnokkuð hefur verið um heimsóknir skólahópa og almennra hópa á grunnsýningarnar tvær, Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna. Einnig eru erlendir ferðamenn farnir að koma í auknum mæli auk innlendu ferðamannanna sem hafa verið duglegir að koma. Sjá nánar á safnahus.is